Kólnandi veður
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan 8-13 m/s og slydda með köflum norðvestanlands, en annars suðvestan og vestan 5-8 og skúrir eða él. Norðaustan 8-13 og léttir til suðvestanlands með kvöldinu. Norðan og norðaustan 5-10 m/s og skýjað með köflum á morgun, en dálítil él á Norður- og Austurlandi. Hægt kólnandi veður og frost víða 0 til 5 stig á morgun, en hiti 1 til 5 stig sunnanlands að deginum.