Kólnandi veður
Faxaflói
Suðaustan 3-8 m/s og rigning með köflum, en hæg breytileg átt á morgun og stöku skúrir eða él. Hiti 0 til 5 stig, en kólnandi á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 5-10 og smáskúrir, hægari og rigning í kvöld. Hiti 3 til 6 stig. Hægviðri á morgun. Slydda eða snjómugga í fyrstu, síðan úrkomulítið. Hiti nálægt frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og él. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum. Vaxandi norðanátt og snjókoma N-lands um kvöldið.
Á mánudag:
Norðanátt, víða 8-13 m/s. Él á norðanverðu landinu, en bjartviðri S-lands. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Hægur vindur, bjartviðri og kalt á A-verðu landinu. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp V-til, slydda eða rigning þar með kvöldinu.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir sunnanátt og milt veður. Súld eða rigning S- og V-lands, en þurrt NA-til á landinu.