Kólnandi veður
Veðurspáin gerir ráð fyrir kólnandi en björtu veðri við Faxaflóann um helgina. Í dag verður norðaustlæg átt, 5-10 m/s, en 8-15 á morgun, hvassast norðantil. Bjart með köflum og hiti 2 til 9 stig, en svalara á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðaustan 5-10 m/s og bjartviðri. Hiti 2 til 8 stig í dag, en 0 til 6 stig á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Norðaustan 8-13 m/s, en 13-18 á Austfjörðum. Snjókoma eða slydda NA-lands, él NV-til, en annars yfirleitt bjartviðri. Hiti við frostmark fyrir norðan, en 1 til 5 stig syðra.
Á laugardag, sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Norðanátt og éljagangur eða dálítil snjókoma N- og A-lands, en annars bjart að mestu. Frost víða 2 til 7 stig, en frostlaust syðst.