Kólnandi næstu daga
Spáð er sunnan og suðaustan 8-13 m/s við Faxaflóann í dag. Dálítil rigning eða súld fram yfir hádegi, en skúrir síðdegis. Vaxandi vindur seint í kvöld, 10-18 í fyrramálið og rigning, hvassast við ströndina. Dregur úr vindi og úrkomu undir hádegi á morgun, en hvessir aftur síðdegis. Hiti 5 til 9 stig, en kólnar á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Suðvestanátt og él, en þurrt á NA- og A-landi. Hiti nálægt frostmarki.
Á sunnudag (Þorláksmessa):
Hvöss norðanátt og slydda eða snjókoma í fyrstu A-lands, annars mun hægari vestlæg átt og stöku él. Heldur kólnandi.
Á mánudag (aðfangadagur jóla):
Suðvestanátt, skýjað með köflum og él sunnan- og vestantil á landinu. Frostlaust við suður- og vesturströndina, annars 0 til 5 stiga frost.
Á þriðjudag (jóladagur) og miðvikudag (annar í jólum):
Breytileg átt, víða él og fremur kalt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Suðvestanátt og él, en þurrt á NA- og A-landi. Hiti nálægt frostmarki.
Á sunnudag (Þorláksmessa):
Hvöss norðanátt og slydda eða snjókoma í fyrstu A-lands, annars mun hægari vestlæg átt og stöku él. Heldur kólnandi.
Á mánudag (aðfangadagur jóla):
Suðvestanátt, skýjað með köflum og él sunnan- og vestantil á landinu. Frostlaust við suður- og vesturströndina, annars 0 til 5 stiga frost.
Á þriðjudag (jóladagur) og miðvikudag (annar í jólum):
Breytileg átt, víða él og fremur kalt.