Kollagen verksmiðja rís í Grindavík
Þann 24. maí sl. sendi Samkeppniseftirlitið frá sér tilkynningu að það telji ekki ástæðu til að aðhafast vegna fyrirhugaðrar kollagenverksmiðju en nokkur af stærstu sjávarútvegfélögum landsins hafa sameinast um að reisa á Suðurnesjum í samvinnu við Codland, fyrirtæki sem stofnað var innan Sjávarklasans árið 2012. Fiskifréttir greina frá þessu.
Verksmiðjan mun vera samstarfsverkefni Samherja, HB Granda, Vísis og Þorbjarnar en öll eiga þau jafnan hlut í fyrirtækinu, ásamt spænska félaginu Juncá Gelatines en það fyrirtæki er með mikla reynslu af því að vinna kollagel og gelatín úr svínshúðum. Víkufréttir ræddu við Pétur Pálsson, framkvæmdarstjóra Vísis á dögunum þar sem hann sagði meðal annars frá þessum áformum.
„Við höfum náttúrlega haldið áfram með hönnunina á verksmiðjunni meðan við biðum, og það hefur gengið mjög vel. Við höfum alltaf tekið smá skref og erum núna komnir með þetta græna ljós sem er bara frábært,“ segir Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri hjá Codland, í samtali við Fiskifréttir.