Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kolfinna: „Tek ekki þátt í svona þöggun lengur“
Mánudagur 24. september 2012 kl. 14:05

Kolfinna: „Tek ekki þátt í svona þöggun lengur“

Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi meirihlutans í Garði, er ósátt við nýlega ráðningu félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga á nýjum forstöðumanni skammtímavistunarinnar Heiðarholts í Garði. Kolfinna segir að gengið hafi verið framhjá hámenntuðum einstaklingi með mikla starfsreynslu og þess í stað ráðinn forstöðumaður sem sé maki bæjarfulltrúa í Sandgerði.

„Ég hef skjalfest dæmi fyrir ófaglegum vinnubrögðum félagsþjónustunnar og mun ég ekki hika við að gera athugasemdir opinberlega við þá misbeitingu valds sem á sér stað innan félagsþjónustu Sandgerðis,Garðs og Voga,“ segir Kolfinna í bréfi sem hún sendir félögum sínum í meirihlutanum í Garði.

Í bréfinu til félaga sinna í meirihlutanum í Garði rekur Kolfinna samskipti sín við Sigrúnu Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerði, um ráðninguna en bæjarráð Sandgerðis samþykkti ráðninguna á fundi sínum nýverið.

Þá segir Kolfinna í bréfinu til félaga sinna: „Þetta á ekki að eiga sér stað í okkar samfélagi: er þetta það sem við viljum horfa á og vera meðsek, meðvirk með þögn og aðgerðarleysi okkar bæjarfulltrúa? Fyrir mína parta þá tek ég ekki þátt í svona þöggun lengur“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024