Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kolfinna hættir - nýr meirihluti tekur við í Garði
Föstudagur 14. desember 2012 kl. 19:34

Kolfinna hættir - nýr meirihluti tekur við í Garði

Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Garði, hefur óskað eftir hléi eða lausn frá bæjarstjórnarstörfum í Garði. Það þýðir að nýr meirihluti sem stofnaður var í vor, eftir að Kolfinna hætti stuðningi við meirihluta D-listans, er fallinn. D-listinn fær með þessu aftur hreinan meirihluta í Garði þar sem varamaður Kolfinnu er D-listamaður.

Kolfinna sendi rétt í þessu bæjarstjónarfólki í Garði neðangreinda tilkynningu:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Til þess er málið varðar

Vegna stöðu minnar sem foreldri fatlaðrar dóttur og baráttu hennar við að fá lögbunda þjónustu af hendi Sv. Garði sem er í höndum félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga, vegna þess ágreinings sem orðið hefur vegna stöðu minnar sem bæjarfulltrúa og þeirri stöðu sem ég hef verið í vegna þess atburðar sem nýverið átti sér stað á skammtímavistununni Heiðarholti í Garði, sé ég mér ekki annað fært en að óska eftir hléi eða lausn á bæjarstjórnarstörfum mínum í bæjarstjórn Sv. Garðs frá 1. janúar 2013 um óákveðinn tíma.