Köld norðanátt framundan með björtu veðri
Útlit er fyrir stöðuga norðanátt næstu daga og léttskýjuðu veðri. Veðurspáin fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn hljóðar upp á norðanátt, 10-15 m/s en 5-13 og einnig á morgun. Léttskýjað að mestu og frost 0 til 7 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðan 8-13 m/s, en 5-10 síðdegis. Léttskýjað að mestu og frost 1 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag (skírdagur), föstudag (föstudagurinn langi) og laugardag:
Norðanátt, víða á bilinu 8-13 m/s. Él norðan- og austanlands, annars yfirleitt léttskýjað. Frost 0 til 8 stig, mildast við suðurströndina.
Á sunnudag (páskadagur):
Útlit fyrir minnkandi norðlæga eða breytilega átt með stöku éljum á víð og dreif. Dregur úr kulda.
---
Ljósmynd/elg - Hressir göngugarpar af Suðurnesjum á leið til gosstöðvanna á Fimmvörðuhálsi í gær. Miðað við veðurspá framundan er betra að búa sig vel fyrir fyrir útivistina um páskana, eins og þetta fólk gerir.