Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Köld norðanátt
Mánudagur 20. október 2008 kl. 09:29

Köld norðanátt

Veðurpá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Norðan og síðar norðvestan 13-18 m/s og léttskýjað, en lægir og léttir til í kvöld. Hæg sunnanátt og skýjað á morgun. Hiti 0 til 4 stig að deginum, en víða næturfrost.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Austlæg átt, 5-13 m/s, hvassast á annesjum og víða dálítil snjókoma eða él, en úrkomulítið NA-til. Gengur í norðaustan 10-15 á Vestfjörðum um kvöldið. Frost víða 1 til 6 stig, en frostlaust við S- og V-ströndina.

Á fimmtudag:
Norðan 15-23 m/s og slydda eða snjókoma á N-verðu landinu, en hægari og bjart með köflum syðra. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Hvöss norðan og norðvestanátt með snjókoma fyrir norðan, einkum austantil, en hægari og bjart fyrir sunnan. Frost um allt land.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir austlæga eða breytilega átt með dálitlum éljum og fremur köldu veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024