Köld norðanátt
Á Garðskagavita voru NNA 14 og tæplega 2ja stiga forst kl. 9.
Klukkan 6 var norðlæg átt, víða 10-15 m/s og dálítil snjókoma eða él, en skýjað með köflum og úrkomulítið syðra. Frost var 0 til 9 stig, kaldast á Norðausturlandi.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðan og síðar norðvestan 8-13 m/s og léttir til, en 10-15 um hádegi. Lægir í fyrramálið. Frost 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðan 10-15 m/s, en norðvestan 13-20 seinna í dag, hvassast úti við austurströndina. Dregur úr vindi vestanlands seint í kvöld og nótt. Éljagangur eða snjókoma víða um land, en léttir til sunnanlands er kemur fram á daginn. Norðvestan 10-15 og él úti við austurströndina á morgun, en annars mun hægara og bjart. Frost 0 til 10 stig, minnst syðst.
Ljósm: elg