Köld norðanátt
Klukkan 9 voru N10 og 2ja stiga frost á Garðskagavita
Klukkan 6 var norðan- og norðaustanátt, yfirleitt 3-8, en hvassast á Stórhöfða, 14 m/s. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, en él norðaustantil. Frost 1 til 11 stig, minnst í Öræfasveit, en mest á Hjarðarlandi í Biskupstungum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan og norðan 3-8. Léttskýjað en þykknar upp síðdegis á morgun. Frost 2 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðan 3-8 og léttskýjað S- og V-lands, en stöku él á N- og A-landi. Austlægari í fyrramálið. Snjókoma vestantil á Suðausturlandi og einnig á Suðurlandi síðdegis á morgun. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum, en frostlaust að deginum við suðurströndina.
Mynd: Séð til Keilis frá Keflavík í birtingu s.l. mánudagsmorgun. VF-mynd: Ellert Grétarsson.