Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 7. júní 2000 kl. 13:45

Kókaín á Keflavíkurflugvelli

Fíkniefnadeild tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli fann 200 gr. af kókaíni innvortis á 24 ára gamalli konu sl. mánudag. Áætlað söluverðmæti efnisins er nálægt 2,5 millj. kr.Konan var að koma frá París en engin fíkniefni fundust við leit, hvorki í farangri hennar né innan klæða. Í samráði við fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík var ákveðið að fara með konuna í röntgenskoðun og þá kom í ljós að hún var með 200 gr. af kókaíni innvortis. Hún var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Í gær fundust um 125 gr. af hassi í komusal flugstöðvarinnar. Hassið fannst í ruslafötu nálægt færiböndunum, þar sem ferðatöskurnar koma inn í salinn. Ekki er vitað hver kom efninu þar fyrir. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík annast rannsókn málanna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024