Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Knattspyrnuvöllur á Ásbrú fær viðhald
Laugardagur 12. júní 2021 kl. 07:56

Knattspyrnuvöllur á Ásbrú fær viðhald

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur lagt fram beiðni til Reykjanesbæjar um styrk upp á fjórar milljónir króna til viðhalds á fótboltavellinum á Ásbrú og að halda þar fótboltanámskeið fyrir krakka og unglinga með áherslu á erlenda íbúa.

Bæjarráð Reykjanesbæjar tók málið til umfjöllunar og samþykkti beiðnina og hefur falið Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, að vinna áfram í málinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áður hafði íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar tekið fyrir beiðni knattspyrnudeildar Keflavíkur um að nýta knattspyrnuvöllinn á Ásbrú og rekstur á honum. Íþrótta- og tómstundaráð tók vel undir þá hugmynd og segir hana í anda þess sem ráðið starfar eftir, þ.e. að reyna eftir fremsta megni að færa þjónustuna nær íbúunum eins og hægt er hverju sinni. „Því miður er ekki til fjármagn hjá ÍT ráði til að fara í þetta verkefni að sinni,“ segir í afgreiðslu ráðsins.