Knattspyrnan í Keflavík nær gjaldþrota
Knattspyrnudeild Keflavíkur er nær gjaldþrota. Þetta kom fram á Bylgjunni og Stöð 2 í gærdag.Rúnar Arnarson formaður deildarinnar sagði í samtali við Stöð 2 að staðan væri mjög slæm og deildin réri lífróður. Í þessari viku er verið að taka á fjárhagsmálum deildarinnar og reyna að snúa taflinu við. Rúnar sagði ljóst að deildin þyrfti að gefa frá sér marga stóra tekjupósta og ljóst að þröngt verði í búi hjá Keflavík á næstunni.