Klukkuturninn í Grindavík málaður
Grindavíkurkirkja hefur fengið andlitslyftingu í sumar eins og áður hefur verið greint frá. Hins vegar átti eftir að klára kirkjuturninn þar sem lagfæra þurfti festingar við klukkurnar þrjár sem voru farnar að standa á sér.
Að því loknu var hægt að mála kirkjuturninn og voru myndirnar teknar þegar Halli málari tók það verkefni enda kannast hann ekki við að vera lofthræddur, segir á vef Grindavíkurbæjar.