Klofningur í Grindavík í annað sinn
Meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur klofnaði nú síðdegis. Hörður Guðbrandsson, forseti bæjarstjórnar segir ástæðuna trúnaðarbrest og að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafi ákveðið að slíta samstarfinu.
Þetta er í annað sinn á kjörtímabilinu sem meirihlutasamstarf í Grindavík brestur. Fyrir tveimur árum slitnaði úr samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Hörður segir að fyrir ári síðan hafi fyrst borið á trúnaðarbresti milli bæjarfulltrúa framsóknarmanna og Samfylkingarinnar. Það sé búið að endurtaka sig með þeim afleiðingum að upp úr slitnaði á fundi meirihlutaflokkanna síðdegis í dag. Hörður skýrði frá því á bæjarstjórnarfundi klukkan fimm.
Aðspurður um umræddan trúnaðarbrest segir Hörður að fyrir ári síðan hafi Framsóknarflokkurinn ítrekað ekki mætt á meirihlutafundi. Þá hafi þeir
ekki staðið að fullu við málefnasamning flokkanna. Líklegt þykir að framsókn og sjálfstæðismenn taki upp fyrra samstarf í meirihluta Grindavíkur.
Mynd af bæjarskrifstofunum í Grindavík í kvöld. Ljós loga í fundarsal bæjarstjórnar. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Þetta er í annað sinn á kjörtímabilinu sem meirihlutasamstarf í Grindavík brestur. Fyrir tveimur árum slitnaði úr samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Hörður segir að fyrir ári síðan hafi fyrst borið á trúnaðarbresti milli bæjarfulltrúa framsóknarmanna og Samfylkingarinnar. Það sé búið að endurtaka sig með þeim afleiðingum að upp úr slitnaði á fundi meirihlutaflokkanna síðdegis í dag. Hörður skýrði frá því á bæjarstjórnarfundi klukkan fimm.
Aðspurður um umræddan trúnaðarbrest segir Hörður að fyrir ári síðan hafi Framsóknarflokkurinn ítrekað ekki mætt á meirihlutafundi. Þá hafi þeir
ekki staðið að fullu við málefnasamning flokkanna. Líklegt þykir að framsókn og sjálfstæðismenn taki upp fyrra samstarf í meirihluta Grindavíkur.
Mynd af bæjarskrifstofunum í Grindavík í kvöld. Ljós loga í fundarsal bæjarstjórnar. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson