Klofningur hjá Sjálfstæðismönnum í Sandgerði – nýtt framboð stofnað
Hópur Sjálfstæðismanna í Sandgerði ætlar að bjóða fram nýjan lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Magnús S. Magnússon, sem áður skipaði varaformannssæti í stjórn Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ, verður oddviti hins nýja framboðs.
Magnús segir í samtali við fréttavefinn www.245.is að hann og stór hluti úr röðum Sjálfstæðismanna hafi verið óánægðir með störfin þar og því ákveðið að stofna nýtt framboð. Unnið er að undirbúningi framboðsins en frestur til að skila framboðslistum er til hádegis sá morgun.
---
VFmynd/elg - Frá Sandgerði