Klippurnar á lofti um helgina
Lögreglan á Suðurnesjum klippti um helgina skráningarnúmer af níu bifreiðum, sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar. Þá voru sjö ökumenn kærðir fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók mældist á 123 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Loks ók einn ökumaður með filmur í fremri hliðarrúðum bifreiðar sinnar og var honum gert að láta fjarlægja þær.