Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Klippt út úr bíl!
Miðvikudagur 15. september 2004 kl. 14:54

Klippt út úr bíl!

Kátt var á hjalla við 88 Húsið í dag þar sem um 150 krakkar sem fædd eru árið 1988 sóttu skemmti- og fræðsludag ungra ökumanna .

Brunavarnir Suðurnesja standa fyrir deginum sem er liður í umferðar- og öryggisátaki í Reykjanesbæ í samstarfi við Lögreglu, Reykjanesbæ, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, tryggingafélög og 88 Húsið.

Markmið opins forvarnardags er að vekja áhuga ungra ökumanna á öryggisþáttum í umferðinni með ýmsum hætti. 16 ára krakkar eru næstu ökumenn framtíðarinnar og er fræðslan vel til þess fallin að fækka slysum og auka þar með öryggi allra í umferðinni.

Margvísleg dagskrá er fyrirhuguð svo sem fyrirlestur um forvarnir, veltibíll, árekstrarsleði, ölvunargleraugu og sýnishorn af slysavettvangi svo eitthvað sé nefnt. Krakkarnir á myndinni fengu að kynnast tækjunum sem BS notar til að ná slösuðum út úr bifreiðum eftir árekstur af eigin raun.

Þau voru inni í bílnum á meðan þak var klippt af honum og hurðir rifnar af. Þátttakendur voru að sjálfsögðu vel útbúnir í samfestingum með hlífðargleraugu og lambhúshettur og báru sig vel eftir sýnikennslu slökkviliðsmanna.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024