Klippt af sex bílum
Aðfaranótt þriðjudagsins tóku lögreglumenn skráningarnúmer af sex bifreiðum þar sem eigendur þeirra höfðu ekki staðið í skilum með greiðslur fyrir ábyrgðartryggingu bifreiðar sinnar. Þá var gjaldseðill settur á sjö bifreiðar vegna rangrar lagningar. Það er ljóst að einhverjir Suðurnesjamenn hafa ekki verið ánægðir þegar þeir gengu til bifreiða sinna í dag.
Eitt ölvunarútkall barst í dag þar sem ölvuðum manni var ekið heim.