Klippt af sex bifreiðum
Fimm ótryggðar og ein óskoðuð.
Skráningarnúmer voru fjarlægð af sex bifreiðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Fimm þeirra voru ótryggðar og ein hafði ekki verið færð til skoðunar innan tilskilins tímaramma. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu.
Lögregla beinir þeim tilmælum til forráðamanna bifreiða að hafa tryggingar- og skoðunarmál í lagi svo ekki þurfi að koma til þess að þær verði teknar úr umferð.