Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 8. maí 2000 kl. 08:39

Klippt af kassabíl!

Þau eru margvísleg verk laganna varða. Í morgun þurftu þeir að klippa númerin af kassabíl í Sandgerði.Þetta vinsæla barnaleikfang var skreytt með númeraplötum sem báru skráningarheitið HT 529. Samkvæmt þeim hafði bíllinn farið síðast til skoðunar 1998. Það voru tilmæli varðstjóra að klippa plöturnar af kassabílnum. Það verða því tárvot augu sem koma að kassabílnum í dag, númerslausum. Það hefði kannski verið betra að líma miðann „Boðun í skoðun“ á bílinn til að byrja með...!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024