Klippt af bílaleigubílum
Lögreglan á Suðurnesjum klippti í vikunni skráningarnúmer af níu bílaleigubifreiðum, þar sem þær voru allar ótryggðar. Að auki vantaði skráningarnúmer framan á eina þeirra. Þeirri bifreið var ekið eftir Reykjanesbraut, þar sem lögregla stöðvaði ferð hennar. Að því búnu fóru lögreglumenn á bílaleigu í umdæminu þá er rekur þann bíl og þar reyndust átta bifreiðar til viðbótar ótryggðar.