Klippt af átta bílum
Lögreglan á Suðurnesjum klippti í vikunni númer af átta bifreiðum, sem ekki höfðu verið færðar til skoðunar á réttum tíma, voru ótryggðar eða hvoru tveggja. Þá voru afskipti höfð af nokkrum ökumönnum sem voru ekki með ljósabúnað bifreiða sinna í lagi, eða notuðu þokuljós, sem er óheimilt nema undir sérstökum kringumstæðum.
Lögregla beinir þeim tilmælum til bifreiðaeigenda að hafa lögboðinn búnað ökutækja sinna í lagi.