Klippt af átta bifreiðum
Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Suðunesjalögreglunnar í gær og mældist sá er hraðast ók á 153 km/klst á Reykjanesbrautinni. Þar er leyfður hámarkshraði 90 km/klst. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka yfir gatnamót gegn rauðu ljósi.
Eigendur átta bifreiða komu að bílum sínum númerslausum í morgun þar sem tryggingariðgjöld höfðu ekki verið greidd af þeim.
Eigendur átta bifreiða komu að bílum sínum númerslausum í morgun þar sem tryggingariðgjöld höfðu ekki verið greidd af þeim.