Klikkaði á hringtorginu og hafnaði langt utan vegar
Ökumaður jepplings sem ók Reykjanesbraut við Grænástorg í gærdag missti stjórn á ökutæki sínu við hringtorgið. Þar var bílnum ekið yfir umferðareyju og síðan langt út í móa. Staðnæmdist jepplingurinn utan í moldarbarði og komst ekki lengra.
Að sögn lögreglu á vettvangi var ökumaður fluttur á sjúkrahús til skoðunar en var ekki talinn slasaður. Undirvagn bílsins er hugsanlega skemmdur en litlu mátti muna að bíllinn hefði oltið við utanvegaaksturinn.
VFmyndir/hilmarbragi