Klemmdist í færibandi
				Óhapp varð hjá fiskvinnslufyrirtækinu Vísi í Grindavík á laugardag, að starfsmaður lenti með hægri höndina í..
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Óhapp varð hjá fiskvinnslufyrirtækinu Vísi í Grindavík á laugardag, að starfsmaður lenti með hægri höndina í færibandi. Fiskur hafði safnast upp við enda færibandsins og ætlaði starfsmaðurinn að ýta honum frá með þeim afleiðingum að hönd viðkomandi klemmdist milli pappaspjalds og rennu á bandinu.
Í fyrstu var talið að starfsmaðurinn hefði handarbrotnað og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar kom í ljós að höndin var óbrotin en mikið marin.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				