Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Klemenz nýr skólameistari Fisktækniskólans
Klemens Sæmundsson (t.h.) tekur við af Ólafi Jóni Arnbjörnssyni.
Laugardagur 22. apríl 2023 kl. 06:24

Klemenz nýr skólameistari Fisktækniskólans

Klemenz Sæmundsson tekur við stöðu skólameistara Fisktækniskóla Íslands af Ólafi Jóni Arnbjörnssyni 1. maí næstkomandi. Ólafur Jón mun vinna að sérverkefnum á vegum skólans. Klemenz er matvælafræðingur og hefur verið deildarstjóri fiskeldisbrautar og brautar í gæðastórn frá stofnun brautanna – og kennari við skólann frá 2015. Þá hefur Klemenz áratuga reynslu innan heilbrigðiseftirlitsins auk stjórnunar af rekstri öflugs fyrirtækis í matvælaiðnaði.

Ólafur, sem verið hefur skólameistari frá upphafi, mun vinna að fjölbreyttum verkefnum næsta árið enda skólinn í mikilli sókn og fjölmörg tækifæri framundan. Eitt brýnasta verkefnið er endurskoðun gildandi samnings við yfirvöld menntamála auk þess að finna skólanum varanlegt húsnæði. Auk tveggja starfsstöðva í Grindavík hefur skólinn verið til húsa í Sjávarklasanum að Granda í Reykjavík og þrír starfsmenn skólans haft þar aðstöðu – auk kennslurýmis. Skólinn hefur frá stofnun verið til húsa á efri hæð Landsbankans í Grindavík en hefur verið sagt upp húsnæðinu frá næstu áramótum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024