Þriðjudagur 15. desember 2015 kl. 09:47
Kleinurnar skiluðu 100.000 krónum
Félagsstarf aldraðra í Miðhúsum í Sandgerði afhenti í gær félagsmálastjóranum í Sandgerði 100.000 krónur í formi inneignarkorta í Nettó.
Upphæðin er ágóði af kleinubakstri nú í desember. Í tilkynningu frá Miðhúsum eru öllum sem studdu gott málefni færðar kærar þakkir.