Kleifarvatn hætt að leka?
Yfirborð Kleifarvatns hefur lítið breyst síðan í desember og getur verið að jafnvægi sé að komast á. Jóna Finndís Jónsdóttir hjá Vatnamælinum Orkustofnun segir að þó sé fullsnemmt að fullyrða um það.Mikið rennsli hefur verið úr vatninu síðan í jarðskjálftunum á Suðurlandi fyrir 2 árum. Þá mynduðust sprungur í botninum og hefur vatn streymt niður um þær síðan. Vatnsyfirborðið hefur lækkað um rúma 4 m og úr því hafa runnið um 35 gígalítrar, sem munu vera 35 miljónir tonna.Fyrir jarðskjálftana var vatnshæðin 140,4 metrar yfir sjávarmál en er nú 136,3. Í vatninu voru um 290 gígalítrar en eru nú 255.
Vatnsyfirboðið í Kleifarvatni hefur áður lækkað mikið í kjölfar jarðskjálfta..
Þegar vatnsyfirborðið lækkar kemur mikið rokgjarnt efni undan vatni, sem fýkur á þann gróður sem er við vatnið og fiskarnir í vatninu eru áttavilltir því sumar hrygningarstöðvar þeirra eru komnar á þurrt.
Ríkisútvarpið greindi frá þessu í hádeginu.
Vatnsyfirboðið í Kleifarvatni hefur áður lækkað mikið í kjölfar jarðskjálfta..
Þegar vatnsyfirborðið lækkar kemur mikið rokgjarnt efni undan vatni, sem fýkur á þann gróður sem er við vatnið og fiskarnir í vatninu eru áttavilltir því sumar hrygningarstöðvar þeirra eru komnar á þurrt.
Ríkisútvarpið greindi frá þessu í hádeginu.