Klám í Keflavík?
Nektardans á nærfötum
Aðdáendur nektardans hafa verið í fúlu skapi frá áramótum þar sem hinn sívinsæli skemmtistaður Casino, er ekki lengur með leyfi fyrir nektardanssýningum. Dansararnir fara reyndar á sviðið og dansa eggjandi fyrir gesti staðarins, en gæta þess þó að halda fast í nærfötin sín, sem eru svo sem bara pjötlur sem ekkert hylja. En pjatla er pjatla...
Hlynur féll á tíma
Ástæða þess að Casino hefur ekki lengur leyfi fyrir nektardansi er sú að lögum um skemmtistaði var breytt sl. vor. Þá var bætt við flokkum og þeir skilgreindir mjög nákvæmlega. Staðir eins og Casino flokkast nú sem næturklúbbar og þeir eru skilgreindir sem staðir þar sem áhersla er lögð á áfengisveitingar og nektardanssýningar. Hlynur, rekstraraðili staðarins, fékk sjö mánaða frest til að afla sér tilskilinna leyfa til að endurnýja rekstrarleyfið, en féll á tíma. Hann er því bara með venjulegt skemmtanaleyfi og stelpunum hans því óheimilt að stíga á stokk og rífa sig úr hverri spjör.
Hvað með einkadansa?
Hlynur setti undir sig hausinn á milli jóla og nýárs og sótti loksins um leyfi fyrir næturklúbbi. Hann er búinn að fá umsagnir eldvarna-, heilbrigðis- og vinnueftirlits en bæjarstjórn á eftir að taka málið fyrir. Þangað til verða aðdáendur nektardans að borga fyrir einkadansa sem fara fram í bakherbergjum hússins, svokölluðu VIP herbergi.
„Næturklobbar“
Nokkur umræða hefur skapast um klám á Íslandi og sitt sýnist hverjum. Sumir vilja banna klám en aðrir vilja algert frelsi í þessum efnum, líkt og frændur okkar Danir hafa nú. Lögfróðir menn og konur hafa þó bent á að klám er þegar bannað með lögum og hafa sú lög verið í gildi á Íslandi í áratugi. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að nákvæma skilgreiningu á klámi vantar. Flokkast það t.d. sem klám þegar ungar stúlkur fara á upplýst svið, fara þar úr öllum fötunum og afhjúpa kynfæri sín? Ef svarað er játandi, þá rekast lög um nektardansstaði og klám augsýnilega á.
Aðdáendur nektardans hafa verið í fúlu skapi frá áramótum þar sem hinn sívinsæli skemmtistaður Casino, er ekki lengur með leyfi fyrir nektardanssýningum. Dansararnir fara reyndar á sviðið og dansa eggjandi fyrir gesti staðarins, en gæta þess þó að halda fast í nærfötin sín, sem eru svo sem bara pjötlur sem ekkert hylja. En pjatla er pjatla...
Hlynur féll á tíma
Ástæða þess að Casino hefur ekki lengur leyfi fyrir nektardansi er sú að lögum um skemmtistaði var breytt sl. vor. Þá var bætt við flokkum og þeir skilgreindir mjög nákvæmlega. Staðir eins og Casino flokkast nú sem næturklúbbar og þeir eru skilgreindir sem staðir þar sem áhersla er lögð á áfengisveitingar og nektardanssýningar. Hlynur, rekstraraðili staðarins, fékk sjö mánaða frest til að afla sér tilskilinna leyfa til að endurnýja rekstrarleyfið, en féll á tíma. Hann er því bara með venjulegt skemmtanaleyfi og stelpunum hans því óheimilt að stíga á stokk og rífa sig úr hverri spjör.
Hvað með einkadansa?
Hlynur setti undir sig hausinn á milli jóla og nýárs og sótti loksins um leyfi fyrir næturklúbbi. Hann er búinn að fá umsagnir eldvarna-, heilbrigðis- og vinnueftirlits en bæjarstjórn á eftir að taka málið fyrir. Þangað til verða aðdáendur nektardans að borga fyrir einkadansa sem fara fram í bakherbergjum hússins, svokölluðu VIP herbergi.
„Næturklobbar“
Nokkur umræða hefur skapast um klám á Íslandi og sitt sýnist hverjum. Sumir vilja banna klám en aðrir vilja algert frelsi í þessum efnum, líkt og frændur okkar Danir hafa nú. Lögfróðir menn og konur hafa þó bent á að klám er þegar bannað með lögum og hafa sú lög verið í gildi á Íslandi í áratugi. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að nákvæma skilgreiningu á klámi vantar. Flokkast það t.d. sem klám þegar ungar stúlkur fara á upplýst svið, fara þar úr öllum fötunum og afhjúpa kynfæri sín? Ef svarað er játandi, þá rekast lög um nektardansstaði og klám augsýnilega á.