Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Klæddist hermannajakka undir bleiku kápunni
Laugardagur 14. mars 2009 kl. 15:00

Klæddist hermannajakka undir bleiku kápunni

Ragnheiður Elín Árnadóttir úr Keflavík, sem sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, mætti í bleikri kápu á kjörstað í Reykjanesbæ nú áðan. Undir bleiku kápunni var hún hins vegar í rækilega merktum hermannajakka. „Ég er klædd til að taka slaginn“ sagði hún við viðstadda og fékk góðar undirtektir.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fer fram í dag og er kosið til kl. 18:00. Talning atkvæða fer fram á Selfossi en búist er við úrslitum seint í kvöld.
 
Myndir: Ragnheiður Elín á tali við fólk á kjörstað í Reykjanesbæ nú áðan. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Vel merktur hermannajakkinn sýnir að Ragnheiður er til í slaginn!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024