Klæðast breyttum einkennisfatnaði
Sjúkraflutningamenn hjá Brunavörnum Suðurnesja eru byrjaðir að nota nýjan einkennisfatnað í sjúkraflutningum. Í staðinn fyrir gula og rauða gallann sem hefur verið í notkun í 15 ár þá eru þeir komnir í neongulann og grænan jakka ásamt bláum buxum með tvöföldu endurskini.
Vetrarfatnaðurinn er neongul og græn kuldaúlpa ásamt grænum buxum. Þessi nýi fatnaður er eftir nýjum stöðlum og stenst allar þær öryggiskröfur samkvæmt þeim.