Föstudagur 3. mars 2017 kl. 06:00
Klæða útveggi tónlistarskóla vegna galla
- Tólf milljón króna framkvæmd
Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti á fundi sínum í vikunni að veita 12 milljón króna viðauka til tónlistarskóla bæjarfélagsins til að minnka hljóðleiðni vegna galla í hönnun skólans. Í framkvæmdinni felst að útveggir verði klæddir af.