Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kjötsúpan og skemmutónleikar í gamla slippnum
Miðvikudagur 30. ágúst 2023 kl. 11:14

Kjötsúpan og skemmutónleikar í gamla slippnum

Ljósanæturnefnd hefur ákveðið að snúa á veðurguðina og gera spennandi breytingu á dagskrá Ljósanætur á föstudagskvöld. Kjötsúpan og tónleikar sem vera áttu við ráðhúsið í Reykjanesbæ hafa verið færð í húsnæði gömlu dráttarbrautarinnar í Grófinni, þar sem SBK var síðast til húsa.

„Það er auðvitað engin Ljósanótt án kjötsúpunnar frá Skólamat og því færum við hana í gott skjól við gamla slippinn við smábátahöfnina og bjóðum upp á geggjaða tónleika inni í slippnum. Þar verður boðið upp á sannkallaða skemmuupplifun eins og ýmsir þekkja t.d. frá tónlistarhátíðunum Aldrei fór ég suður og Bræðslunni,“ segir í tilkynningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dagskráin verður ekki af verri endanum og meðal þeirra sem koma fram eru Sigga og Grétar í Stjórninni og sjálf diskódívan Páll Óskar auk flottu heimabandanna Midnight Librarian, Demo og Sissu sigurvegara úr söngkeppni framhaldsskólanna ásamt fleiri atriðum. Komið og njótið rjúkandi kjötsúpu og skemmtilegrar stemningar í gamla slippnum í Grófinni.

Kjötsúpan verður borin fram frá kl. 18-20 og dagskrá stendur frá kl. 18-21. Alla dagskrá er að finna á https://www.ljosanott.is/