Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 5. júní 2001 kl. 17:00

Kjötsax og sveðjur í húsasorpi - sorphirðumenn í hættu

Sorphirðumönnum hjá Njarðtaki brá heldur betur í brún í morgun þegar þeir voru að taka húsasorp í Keflavík. Um tugur hættulegra hnífa voru í einum ruslapokanum.Starfsmönnum við sorphirðu stendur mikil ógn af gleri og oddkvössum hlutum í ruslinu en kjötsax, sveðjur og aðrir beittir hnífar skelfdu menn mjög.
Ólafur Thordersen, framkvæmdastjóri Njarðtaks, sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri mjög hættulegt að henda svona hlutum í sorpið. Oft taki sorphirðumenn sorppokana yfir öxlina á sér og á bakið og óspennandi að fá stungu af svona áhöldum. Einnig geta menn skorist illa á höndum við að handleika sorppoka með þessu innihaldi.
Ef fólk þarf að losa sig við svona hluti í ruslið þá verður að pakka þeim mjög vel inn svo ekki stafi hætta af þeim.


Fyrir nokkrum árum stakk starfsmaður Njarðtaks sig á sprautunál í sorpi frá heilsugæslustöðinni í Grindavík. Hann dofnaði í afturendanum en varð að öðru leiti ekki meint af stungunni. Slæmir skurðir vegna glers í rusli eru hins vegar algengari.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024