Kjörsókn svipuð í sveitarfélögum Suðurnesja
Nú eru tæpar þrjár klukkustundir þangað til kjörstöðum verður lokað og er kjörsókn nokkuð svipuð í sveitarfélögunum á Suðurnesjum.
Í Garði voru 56% búin að kjósa og í Sandgerði höfðu 59% kosið eða 66% þegar utankjörstaðaratkvæði eru meðtalin.
Í Reykjanesbæ höfðu 49,6% kosið og þá eru utankjörstaðaratkvæði ekki meðtalin. Í Vogum á Vatnsleysuströnd höfðu 53% kosið og í Grindavík voru það 51,5% sem höfðu kosið nú kl. 18.
VF-mynd/ [email protected] - Frá kjörstað í Sveitarfélaginu Garði í dag.