Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kjörsókn nálgast 1000 manns í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ
Laugardagur 27. febrúar 2010 kl. 16:29

Kjörsókn nálgast 1000 manns í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ

Um 900 manns höfðu kosið kl. 15:00 í dag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ að sögn Þórólfs Halldórssonar, formanns kjörnefndar. Þar af 125 manns utan kjörfundar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðast var prófkjör flokksins fyrir sveitastjórnarkosningar haldið í Reykjanesbæ fyrir tólf árum síðan og því ekki hægt að fá sambærilegar tölur.

Þórólfur segir kjörsókn nokkuð góða og framkvæmd prófkjörsins hafi gengið mjög vel.


Fyrstu tölur eru væntanlegar um kl. 18:30 og lokatölur seinna um kvöldið.


Samfagnaður frambjóðenda verður haldinn á Kaffi Duus í kvöld en þar verður lokaniðurstaða prófkjörsins tilkynnt eftir kl. 22.

Fjórtán einstaklingar gefa kost á sér í prófkjörinu.