Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kjörgengi ætti fremur að fylgja lögræðisaldri
Mánudagur 18. febrúar 2019 kl. 09:50

Kjörgengi ætti fremur að fylgja lögræðisaldri

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur veitt nefndasviði Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur).
 
Samkvæmt lögræðislögum verða einstaklingar sjálfráða og fjárráða við 18 ára aldur og þar með lögráða. Verði frumvarpið óbreytt að lögum munu 16 ára einstaklingar verða kjörgengir í sveitarstjórnarkosningum þótt þeir séu ekki fjárráða.
 
Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir þau sjónarmið að kjörgengi ætti fremur að fylgja lögræðisaldri, m.a. vegna þess að fulltrúar í sveitarstjórnum taka ákvarðanir sem varða fjárhag sveitarfélaga og ekki eðlilegt að ófjárráða einstaklingar komi að slíkum ákvörðunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024