Kjöltudansinn bara í Keflavík?
Í Keflavík er eini nektardansstaðurinn á landinu þar sem einkadans er enn leyfður samkvæmt heimildum Víkurfrétta, en með einkadansi er átt við þegar dansað er fyrir viðskiptavin í lokuðu rými. Í gær ákvað bæjarstjórn Kópavogs að banna einkadans í bænum á þeim nektardansstöðum sem þar eru, súludans er þó enn leyfður á þessum stöðum. Nektardansstaðurinn Casino í Keflavík fékk áfengisleyfi árið 1999 og var hart tekist á í bæjarstjórn á þessum tíma um hvort veita ætti leyfið, en staðurinn hefur verið starfræktur sl. fjögur ár.Böðvar Jónsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar sagði í samtali við Víkurfréttir að hann byggist við því að umræður um þessi mál myndu koma upp í bæjarstjórn fljótlega.
Ljósmynd frá nektardansstaðnum Casino í Keflavík.
Ljósmynd frá nektardansstaðnum Casino í Keflavík.