Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kjartan ráðinn bæjarstjóri í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 31. júlí 2014 kl. 11:36

Kjartan ráðinn bæjarstjóri í Reykjanesbæ

Kjartan Már Kjartansson hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Kjartan var í hópi rúmlega 20 umsækjenda sem sóttust eftir stöðunni. Kjartan er fæddur og uppalinn í Keflavík og hefur víðtæka starfsreynslu á ýmsum sviðum. Á þessari stundu er óvíst hvenær Kjartan tekur við starfinu. Á fundi í bæjarráði Reykjanesbæjar í morgun var málið afgreitt formlega með tillögu um að formanni bæjarráðs verði falið að bjóða Kjartani starfið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024