Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 21. desember 2000 kl. 02:04

Kjartan og Kaupfélagið fengu „Súluna“

Kjartan Már Kjartansson, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Keflavíkur og Kaupfélag Suðurnesja hlutu Súluverðalaunin í ár sem eru menningarverðlaun Reykjanesbæjar. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bókasafni Reykjanesbæjar síðdegis í gær og það var Magnús Haraldsson sem tók við verðlaununum fyrir hönd Kaupfélags Suðurnesja.
Menningar-og safnaráð Reykjanesbæjar afhenti einnig styrki til sex listamanna og hópa.
Hljómsveitin Rými fékk 50 þús. kr. vegna útgáfu geisladisks, Eiríkur Árni Sigtryggsson og Reynir Katrínarson myndlistarmenn, fengu hvor um sig 50 þús. kr. vegna sýningarhalds, Baðstofan fékk 125 þús. kr. vegna reksturs félagsins, Leikfélag Keflavíkur fékk 400 þús. kr. vegna leikstjóralauna og Félagsmiðstöðin Fjörheimar fékk 25 þús. kr. vegna reksturs listasmiðju.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024