Kjartan Már: Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði pallborðsumræðum
Kjartan Már Kjartansson, leiðtogi Framsóknarmanna í Reykjanesbæ segir höfnun Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar á þátttöku í kosningafundi ekki rétta. Hið rétta er að Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafa náð samkomulagi um ákveðið form sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafnað.„Okkar hugmyndir ganga út á að hafa formið þannig að leiðtogar flokkanna verði einir til svara, í nokkurs konar kappræðuformi, en það vilja Sjálfstæðismenn ekki. Þeir vilja hafa fjóra frá hverjum til svara en hafa sjálfir verið að reyna láta þessar kosningar snúast um leiðtogana en ekki málefnin“.
Kjartan Már segir allt benda til þess að Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin muni halda slíkan fund í Stapa n.k. fimmtudag en líklega án þátttöku Sjálfstæðisflokks þar sem þeir hafa hafnað þessu formi.
Jóhann Geirdal hjá Samfylkingunni tók í sama streng og Kjartan og sagði það fullljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hafnað umræðufundinum, en ekki Framsóknarflokkur eða Samfylkingin.
Kjartan Már segir allt benda til þess að Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin muni halda slíkan fund í Stapa n.k. fimmtudag en líklega án þátttöku Sjálfstæðisflokks þar sem þeir hafa hafnað þessu formi.
Jóhann Geirdal hjá Samfylkingunni tók í sama streng og Kjartan og sagði það fullljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hafnað umræðufundinum, en ekki Framsóknarflokkur eða Samfylkingin.