Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 27. febrúar 2002 kl. 22:45

Kjartan Már leiðir Framsóknarlistann

Framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ var lagður fram á fundi fulltrúaráðs í kvöld. Listinn var samþykktur en í 1. sæti hans er Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi og starfsmanna- og gæðastjóri IGS.Listinn er svohljóðandi:
1. Kjartan Már Kjartansson, starfsmanna- og gæðastjóri,
2. Þorsteinn Árnason, fyrrv. skipsstjóri
3. Guðný Kristjánsdóttir, leiðbeinandi
4. Ólöf K. Sveinsdóttir, húsmóðir
5. Jón Marinó Sigurðsson, nemi
6. Magnús Daðason, málarameistari
7. Elín Gunnarsdóttir, kennari
8. Freyr Sverrisson, þjálfari
9. Sonja Sigurjónsdóttir, leiðbeinandi
10. Arngrímur Guðmundsson, öryggisfulltrúi,
11. Birgir Már Bragason, iðnnemi, 12. Einar Helgi Aðalbjörnsson, lögregluvarðstjóri, 13. Silja Dögg Gunnarsdóttir, blaðamaður, 14. Eysteinn Jónsson, bankamaður, 15. Guðbjörg Ingimundardóttir, kennari, 16. Bjarney Rut Jensdóttir, tollvörður, 17. Guðrún Guðbjartsdóttir, ljósmóðir, 18. Bára Kolbrún Gylfadóttir, háskólanemi, 19. Magnús Haraldsson, bankamaður, 20. Hilmar Pétursson, skrifstofumaður, 21. Drífa Sigfúsdóttir, háskólanemi og Skúli Þ. Skúlason, starfsmannastjóri í 22. sæti.
Kjartan Már Kjartansson, leiðtogi flokksins steig í pontu og sagðist ánægður með uppröð uppstillinganefndar. Hann sagði listann sterkan með 12 karla og 10 konur. Kjartan benti á að í 5. sæti listans væri Jón Marinó Sigurðsson, nemi og væri hann líklega yngsti frambjóðandinn í efstu fimm sætunum yfir alla flokkana fyrir þessar kosningar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024