Kjartan Már fylgjandi áframhaldandi meirihlutasamstarfi
Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi framsóknarmanna í Reykjanesbæ, var ásamt Skúla Þ. Skúlasyni boðaður til fundarins við fulltrúaráð framsóknarfélaganna í kvöld.„Ég er fylgjandi því að meirihlutinn haldi samstarfinu áfram og að við ljúkum kjörtímabilinu með sæmd“, sagði Kjartan í samtali við blaðið á miðnætti.