Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kjartan Már formaður stjórnar Hljómahallar
Kjartan Már Kjartansson er nýr formaður stjórnar Hljómahallarinnar.
Þriðjudagur 22. október 2013 kl. 15:13

Kjartan Már formaður stjórnar Hljómahallar

Öflug stjórn skipuð að þessari nýju verðandi menningarmiðstöð Reykjanesbæjar.

Tillaga að fimm manna stjórn Hljómahallarinnar hefur verið samþykkt í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Í nefndinni sitja Kjartan Már Kjartansson, framkvæmdstjóri Securitas á Reykjanesi og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Keflavíkur sem formaður, Kjartan Þ. Eiríksson framkvæmdastjóri Kadeco, Inga Birna Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs WOW air, Kamilla Ingibergsdóttir kynningarstjóri Icelandic Airwaves og Valgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar. Seturétt á fundum hefur Haraldur Á. Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Framkvæmdir hafa verið fullum gangi undanfarið ár í Hljómahöllinni vegna flutnings tónlistarskólans í húsið. Stefnt er að því að það gangi í gegn um áramótin. Eins og sjá má í auglýsingu á vf.is verður ráðinn framkvæmdastjóri hússins en auk þess verður ráðið í fleiri störf. Nýja Hljómahöllinn verður ný menningarmiðstöð Reykjanesbæjar.

Kjartan Þ. Eiríksson er í stjórn sem og Inga Birna Ragnarsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024