Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kjartan ekki flokksbundinn neinu stjórnmálaafli
Fimmtudagur 31. júlí 2014 kl. 13:58

Kjartan ekki flokksbundinn neinu stjórnmálaafli

Nýr bæjarstjóri kynntur til sögunnar

Eins og greint hefur verið frá var samþykkt á bæjarráðsfundi að ráða Kjartan Már kjartansson sem næsta bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Mun hann hefja störf 1. september nk. Á heimasíðu Reykjanesbæjar er Kjartan kynntur en þar segir m.a. að hann sé ekki flokksbundinn neinu stjórnmálaafli.

„Kjartan Már Kjartansson er rekstrarhagfræðingur MBA frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og hefur sl. 6 ár starfað sem framkvæmdastjóri Securitas Reykjanesi. Kjartan Már, sem einnig er menntaður fiðluleikari og kennari, starfaði í 18 ár sem skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík en eftir það í ýmsum stjórnunarstörfum hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Icelandair Ground Service, LazyTown og Samkaupum hf,“ segir í tilkynningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ennfremur segir. „Kjartan var varamaður í bæjarstjórn Reykjanesbæjar frá 1994-1998 og aðalmaður í 8 ár; frá 1998-2006. Hann hefur setið í fjölda nefnda og ráða á vegum Reykjanesbæjar og er núverandi stjórnarformaður Hljómahallar og Rokksafns Íslands. Kjartan Már er ekki flokksbundinn neinu stjórnmálaafli í dag. Hann er kvæntur Jónínu Guðjónsdóttur, flugfreyju hjá Icelandair og eiga þau 3 börn og 2 barnabörn.“