Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kjarnorkukafbátar fá þjónustu frá Helguvík
USS Seawolf er einn þeirra kafbáta sem nú geta leitað þjónustu undan Helguvíkur.
Þriðjudagur 18. apríl 2023 kl. 14:06

Kjarnorkukafbátar fá þjónustu frá Helguvík

Kjarn­orkukaf­bát­ar Banda­ríkj­anna verða þjón­ustaðir frá Helgu­vík. Þetta hefur mbl.is eftir utanríkisráðhewnna. Bát­arn­ir munu sjást vel frá landi, en þeir verða að lík­ind­um í 5-10 km fjar­lægð frá strand­lengj­unni. Fyrsti bát­ur er vænt­an­leg­ur mjög fljót­lega og er gert ráð fyr­ir að fjöldi heim­sókna verði allt að tíu á ári.

Auk ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins munu Land­helg­is­gæsla Íslands, Geislavarn­ir rík­is­ins og rík­is­lög­reglu­stjóri koma að verk­efn­inu. Þá mun skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar m.a. sinna eft­ir­liti þegar verið er að þjón­usta kaf­báta Banda­ríkj­anna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þór­dís Kol­brún seg­ir í sömu frétt mbl.is að koma kaf­báta hingað til lands ekki munu hafa áhrif á eft­ir­lits­flug Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) frá Kefla­vík. Um­svif þar hafa þó auk­ist síðastliðin ár og munu að lík­ind­um gera það áfram.

Banda­rísk­ir kaf­bát­ar hófu í fyrra að koma til Fær­eyja og hafa komið þris­var sinn­um. Í eitt skipti var um að ræða komu vegna áhafna­skipta, einu sinni vegna veik­inda um borð í bátn­um og einu sinni í kurt­eis­is­heim­sókn. Kjarn­orkukaf­bát­ar Banda­ríkj­anna geta núna sótt þjón­ustu á Íslandi, í Fær­eyj­um og í Nor­egi.