Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kjarnorkukafbátar fá þjónustu frá Helguvík
USS Seawolf er einn þeirra kafbáta sem nú geta leitað þjónustu undan Helguvíkur.
Þriðjudagur 18. apríl 2023 kl. 14:06

Kjarnorkukafbátar fá þjónustu frá Helguvík

Kjarn­orkukaf­bát­ar Banda­ríkj­anna verða þjón­ustaðir frá Helgu­vík. Þetta hefur mbl.is eftir utanríkisráðhewnna. Bát­arn­ir munu sjást vel frá landi, en þeir verða að lík­ind­um í 5-10 km fjar­lægð frá strand­lengj­unni. Fyrsti bát­ur er vænt­an­leg­ur mjög fljót­lega og er gert ráð fyr­ir að fjöldi heim­sókna verði allt að tíu á ári.

Auk ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins munu Land­helg­is­gæsla Íslands, Geislavarn­ir rík­is­ins og rík­is­lög­reglu­stjóri koma að verk­efn­inu. Þá mun skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar m.a. sinna eft­ir­liti þegar verið er að þjón­usta kaf­báta Banda­ríkj­anna.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Þór­dís Kol­brún seg­ir í sömu frétt mbl.is að koma kaf­báta hingað til lands ekki munu hafa áhrif á eft­ir­lits­flug Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) frá Kefla­vík. Um­svif þar hafa þó auk­ist síðastliðin ár og munu að lík­ind­um gera það áfram.

Banda­rísk­ir kaf­bát­ar hófu í fyrra að koma til Fær­eyja og hafa komið þris­var sinn­um. Í eitt skipti var um að ræða komu vegna áhafna­skipta, einu sinni vegna veik­inda um borð í bátn­um og einu sinni í kurt­eis­is­heim­sókn. Kjarn­orkukaf­bát­ar Banda­ríkj­anna geta núna sótt þjón­ustu á Íslandi, í Fær­eyj­um og í Nor­egi.

Dubliner
Dubliner