Kjarasamningarnir samþykktir hjá Verslunarmannafélagi Suðurnesja
Félagsmenn Verslunarmannafélags Suðurnesja hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var þann 5. maí sl. Kjörsókn var lítil eða 15,18%. Já sögðu 81,03% Nei sögðu 17,24% Auðir seðlar og ógildir voru 1,72%
Þá hafa starfsmenn IGS einnig samþykkt nýgerða kjarasamninga en þeir gilda fyrir farþegaafgreiðslu/hleðslueftirlit, frílager og flugþjónustu.