Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kjarabarátta kennara: Nemendur afhentu bæjarstóra ályktun
Fulltrúar nemendaráða grunnskóla Reykjanesbæjar ásamt bæjarstjóra og sviðsstjóra fræðslusviðs. VF mynd: Hildur
Þriðjudagur 29. nóvember 2016 kl. 13:40

Kjarabarátta kennara: Nemendur afhentu bæjarstóra ályktun

Tveir fulltrúar nemenda úr öllum grunnskólum Reykjanesbæjar fóru á fund bæjarstóra og sviðsstjóra fræðslusviðs Reykjanesbæjar og afhentu þeim ályktun þar sem áhyggjum er lýst yfir uppsögnum kennara í skólum þeirra.

„Ástæða fyrir komu okkar hér í dag á fund bæjarstjóra er mjög sorgleg að okkar mati. Ástæðan er sú að okkur finnst að það sé ekki komið vel fram við kennarana okkar og að menntunin okkar er einnig í mikilli hættu. Við nemendur hér höfum miklar áhyggjur af menntun okkar en einnig höfum við miklar áhyggjur af nemendunum sem koma á eftir okkur og skólakerfinu í heild sinni því eftirspurn í kennarastarfið fer því miður mjög minnkandi og mun færri útskrifast heldur en eru að hætta. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með því að mæta hér og afhenda þessa ályktun sem nemendur hafa skrifað undir viljum við sýna það í verki að við viljum standa vörð um menntun okkar og standa þétt við bakið á kennurunum okkar. Kennurunum, fólkinu sem hjálpar okkur að vera betri í dag en í gær. Fólkinu sem þykir svo vænt um okkur og sem okkur þykir svo vænt um líka. Við vonum svo sannarlega að rödd okkar heyrist og ályktun okkar verði tekin til greina.“ Svona hljómaði yfirlýsing nemendahópsins og svaraði Kjartan að þetta mál sé efst á forgangslista bæjarstjórnar, kjaraviðræður séu í fullum gangi og vonandi muni finnast lausn sem henti öllum. 

Ályktunin sem nemendur afhentu bæjarstóra var eftirfarandi:

Nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar hafa gífurlegar áhyggjur af uppsögnum kennara í skólunum okkar. Þetta ástand hefur svakaleg áhrif á menntun okkar og menntakerfið sjálft. Það er ekki svo auðvelt að „skipta út” stórum hluta kennarastéttarinnar sem nú hefur sagt upp starfi sínu. Það tekur mörg ár að „endurræsa” menntakerfið og það sem geldur fyrir er einmitt gæði menntunar barna í landinu. Við nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar biðlum því til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að beita sér fyrir því að samið verði við kennara sem fyrst um mannsæmandi laun! 

Arnór Daði Jónsson les hér yfirlýsingu og ályktun nemenda.


Bergur Daði Ágústsson og Arnór Daði Jónsson, fulltrúar nemenda, afhenda Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra og Helga Arnarsyni, sviðsstjóra fræðslusviðs, ályktunina.

[email protected]